Lífið

Sumarkuldinn á Íslandi fór illa í indverska stórleikkonu

Nayanthara og mótleikara hennar Suriya fannst heldur kalt á Íslandi og vindasamt þótt hér væri sumar.
Nayanthara og mótleikara hennar Suriya fannst heldur kalt á Íslandi og vindasamt þótt hér væri sumar.

Eins og Fréttablaðið greindi skilmerkilega frá fyrr á þessu ári komu nokkur tökulið frá Indlandi hingað í þeim erindagjörðum að taka upp atriði fyrir kvikmyndir sínar. Þótt indversk kvikmyndagerð hafi ekki átt upp á pallborðið hér á landi eru íbúar þessa fjölmennasta lýðræðisríkis heims miklir kvikmynda­áhugamenn og kvikmyndastjörnurnar þar engu minni fréttamatur en leikararnir í Hollywood.

Stórblaðið The Times of India birtir þannig ansi ítarlegt viðtal við indversku leikkonuna Nayanthara á vefsíðu sinni. Þar kemur fram að henni þótt ekki mikið til íslenska sumarsins koma. Nayanthara var stödd hér á landi til að taka upp lagið Eno Eno fyrir kvikmyndina Aadhavan ásamt mótleikara sínum Suriya. „Ég held að Ísland sé eitt myndrænasta land sem ég hef komið til,“ segir Nayanthara í viðtalinu. „En á sama tíma var veðurfarið alveg hrikalegt. Við vorum þarna að sumri til og samt sem áður var snjór yfir öllu,“ útskýrir Nayanthara. Svo hafi verið gríðarlega mikill vindur þegar tökurnar stóðu yfir þannig að leikurunum leið eins og þeir myndu fjúka. „Í atriðunum mátti ég ekki vera í neinum hlífðarfatnaði og ég var alveg að drepast úr kulda.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.