Körfubolti

Oden meiddist illa á hné - tímabilið er búið hjá honum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Greg Oden, miðherji Portland Trail Blazers, sést hér liggja kvalinn í gólfinu.
Greg Oden, miðherji Portland Trail Blazers, sést hér liggja kvalinn í gólfinu. Mynd/AP

Greg Oden, miðherji Portland Trail Blazers í NBA-deildinni, meiddist illa á hné í sigri liðsins á Houston Rockets í nótt. Oden lenti í samstuði við Aaron Brooks hjá Houston og meiddist illa á vinstri hnéskel. Leikurinn var stopp í sjö mínútur á meðan var hlúð að Oden. Oden fór strax í myndatöku og þarf að fara í aðgerð.

Greg Oden var valinn fyrstur í nýliðarvalinu 2007 en missti alveg af fyrsta ári sínu vegna meiðsla. Hann átti einnig mikið við meiðsli á síðasta ári en var búinn að æfa vel fyrir þetta tímabil og leit mjög vel út í byrjun þess.

„Ég er augljóslega mjög vonsvikinn því ég var búinn að leggja svo mikið á mig. Þetta er áfall en ég kem aftur og þetta er guðs höndum núna," sagði Oden í fréttatilkynningu frá Portland. "Ég vil þakka stuðningsmönnunum, félögum mínum í liðinu og öllum í Blazers-fjölskyldunni fyrir að hugsa vel til mín," bætti Oden við.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×