Enski boltinn

Chelsea sagt vera nálægt því að landa Aguero

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sergio Aguero.
Sergio Aguero. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph munu forráðamenn Chelsea og Atletico Madrid vera búnir að ákveða að hittast á fundi strax eftir helgi til þess að ræða félagaskipti framherjans Sergio Aguero.

Hinn 21 árs gamli landsliðsmaður Argentínu er einnig sagður áhugasamur að ganga í raðir Chelsea en hann viðurkenndi í nýlegu viðtali við spænska dagblaðið AS að hann væri ánægður með að vera orðaður við félög á borð við Chelsea.

Lundúnafélagið þarf líklega að punga út í kringum 40 milljónir punda fyrir leikmanninn en slíkt kauptilboð myndi setja nýtt met hjá enskum félögum þar sem Robinho er dýrastur eins og staðan er núna en hann kostaði Manchester City 32,5 milljónir punda í september árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×