Lífið

Tískusýning í Fríkirkjunni

Hönnuðurnir Thelma og Dúsa halda tískusýningu í Fríkirkjunni. Fréttablaðið/vilhelm
Hönnuðurnir Thelma og Dúsa halda tískusýningu í Fríkirkjunni. Fréttablaðið/vilhelm
Hönnuðirnir Thelma Björk Jónsdóttir, Dúsa og Guðjón Tryggvason standa fyrir tískusýningu sem haldin verður í Fríkirkjunni laugardaginn 31. október.

„Fríkirkjan er ofboðslega falleg kirkja og okkur hefur lengi langað að halda þar sýningu. Við erum með vinnustofu rétt hjá kirkjunni og okkur fannst tilvalið að halda sýninguna í nágrenninu. Fríkirkjupresturinn tók mjög vel í þetta, enda er þetta orkan sem er í gangi í dag, allir hjálpa öllum,“ segir Thelma, sem hefur rekið hönnunarverslunina Fabelhaft ásamt Dúsu frá því í vor.

Fríkirkjan tekur 300 manns í sæti og í stað sýningarpalls munu fyrirsæturnar ganga kirkjugólfið og sýna flíkurnar auk fylgihluta. Hörpuleikarinn Monika Abendroth og tónlistarmaðurinn DJ Musician munu sjá um tónlistina á sýningunni. „Fyrstu bekkirnir verða fráteknir fyrir boðsgesti en annars er það bara „fyrstir koma, fyrstir fá“ lögmálið sem gildir inn á sýninguna. Við stefnum á að smekkfylla kirkjuna og erum orðnar mjög spenntar.“ Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17 og verður dyrunum lokað á þeirri stund.- sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.