Innlent

Hafragrautur þrisvar í viku

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Að bjóða upp á hafragraut í matinn þrisvar í viku í leikskólum er meðal hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg hefur gripið til vegna efnahagsástandsins.

Að ósk leikskólastjóra hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, gert grein fyrir helstu aðgerðum í bréfi til foreldra barna í leikskólum.

Hagræðingaraðgerðir sem taldar eru upp í bréfinu eru meðal annars hagkvæmari innkaup á brauði og meiri bakstur, aukin notkun handklæða, lágmarksendurnýjun tækja og búnaðar, útboð í ræstingar og minnkuð yfirvinna starfsfólks.- kg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×