Fótbolti

Ancelotti er hættur með AC Milan og Leonardo tekur við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíumaðurinn Leonardo tekur við AC Milan.
Brasilíumaðurinn Leonardo tekur við AC Milan. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti og AC Milan hafa náð samkomulagi um að segja um samningi hans við liðið en Ancelotti átti eftir eitt ár af sínum samningi. Mestar líkur eru á því að Carlo Ancelotti taki við stjórastöðunni hjá Chelsea en Brasilíumaðurinn Leonardo mun taka við stöðu hans hjá AC Milan.

Ancelotti vildi ekki gefa það út í dag að hann væri að fara taka við Chelsea og sagðist ekki hafa samið við neitt annað félag. Hann hefur þjálfað AC Milan síðan 2001 og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeildina 2003 og 2007 og varð ítalskur meistari 2004.

Leonardo er 39 ára gamall fyrrum leikmaður AC MIlan og brasilíska landsliðsins. Hann hefur enga reynslu af þjálfun og á líka eftir að klára nauðsynlega þjálfaranámskeið. Silvio Berlusconi, eigandi AC MIlan, hefur hinsvegar mikla trú á Leonardo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×