Yfir 220 milljónir punda teknar útaf Edge reikningum í október Sigríður Mogensen skrifar 11. júní 2009 19:09 Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira