Lífið

Ekki bara fallegt andlit

Gott að vera grönn. Ummæli Kate Moss í nýlegu viðtali hafa vakið harða gagnrýni.
Gott að vera grönn. Ummæli Kate Moss í nýlegu viðtali hafa vakið harða gagnrýni.

Ummæli fyrirsætunnar Kate Moss í nýlegu viðtali hafa vakið harða gagnrýni meðal almennings, en í viðtalinu er Moss spurð hvort hún eigi sér lífsmottó og því svarar fyrirsætan: „Ekkert bragðast eins vel og vellíðanin sem fylgir því að vera mjór.“

Í viðtalinu segir hún það vera persónuleika sínum að þakka hversu langt hún hefur náð í starfi sínu sem fyrirsæta. „Það þýðir ekkert að vera bara fallegt andlit, því ef þú hefur ekki góðan persónuleika líka þá nærðu ekki langt. Ég er ekki með hefðbundið útlit en ætli fólk kunni ekki ágætlega við mig,“ segir Moss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.