Lífið

Hjálmar á vínyl

Nýjasta Hjálma-platan, IV, er nú komin út á vínylplötu. Vínylsnobbarar landsins gleðjast eflaust við þessi tíðindi og eins þau að Hjálmar stefna á að gefa út hinar plöturnar þrjár á vínylforminu.

„Það verður reyndar að bíða eitthvað því við viljum ekki fara alveg strax á hausinn,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari og prímus mótor hjá útgáfufélaginu Borginni. Hann segir rándýrt að láta framleiða vínylplötur og að markaðurinn fyrir þetta útgáfuform sé ekki stór, þótt hann stækki ört.

„Þetta er ekki gert af gróðahyggju, heldur finnst okkar bara að það geti verið gaman að allar plöturnar okkar séu til á vínyl þegar til langs tíma er litið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.