Herbert sigraði í hæstarétti - Málið rústaði hjónabandinu Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 4. júní 2009 17:04 Herbert Guðmundsson hafði betur gegn húsfélaginu. „Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna." Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
„Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna."
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira