Enski boltinn

Nistelrooy: Hef áhuga á að snúa aftur til Englands

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy. Nordic photos/AFP

Hollenski landsliðsframherjinn Ruud van Nistelrooy er undir smásjá ensku úrvalsdeildarfélaganna Liverpool, Tottenham og Fulham ef marka má slúðurblaðið Daily Star í dag.

Nistelrooy hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Real Madrid á yfirstandandi keppnistímabili eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum og því ekki ólíklegt að Madridarfélagið sé tilbúið að hlusta á kauptilboð í leikmanninn en hann er metinn á um það bil 5 milljónir punda.

„Ef ástandið breytist ekkert er ljóst að ég verð að endurskoða stöðu mína og sjá hvað kemur upp á borðið í janúar. Ég hef ekki lokað neitt og hef jafnvel áhuga á að snúa aftur til Englands," er haft eftir Nistelrooy sem lék sem kunnugt er áður með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×