Hálfvitar sjá um gleðina 19. nóvember 2009 06:00 Rauða nefin komin upp. Ljótu hálfvitarnir með Axel Axelssyni, sem tók lagið upp, Unicef að kostnaðarlausu. „Það kom inn pöntun um lag frá Unicef, reyndar fyrsta pöntunin sem við fáum. Nú hljóta Nova og Kringlan að fylgja í kjölfarið,“ segir Oddur Bjarni, meðlimur Ljótu hálfvitanna, um nýtt lag með hljómsveitinni. Lagið er lag dags rauða nefsins, sem Unicef stendur fyrir 4. desember. Hálfvitarnir fengu lausan tauminn við að semja lagið, þó með því skilyrði að það tengdist hugmyndinni að baki degi rauða nefsins, sem er að virkja gleðina til góðra hluta. „Það var vitaskuld mikil áskorun fyrir okkur því við erum frekar tregablandið batterí,“ segir Oddur. „Við settum því þunglyndissjúklinginn í bandinu í málið, Snæbjörn „Bibba“ Ragnarsson, og hann tæklaði þetta með glans.“ Niðurstaðan er lag sem heitir „Hættu þessu væli“. „Það er um gaur sem er að kvarta undan lúxusvandamálum. Laginu er beint til þjóðarinnar og hún hvött til að hætta að nöldra og hafa bara gaman af þessu.“ Unicef hélt síðast upp á dag rauða nefsins fyrir þremur árum. Af því tilefni gerði Baggalútur lagið „Brostu“. Lagið með Ljótu hálfvitunum verður sett í spilun um leið og það verður tilbúið, líklega á morgun. Bandið tekur lagið svo auðvitað á sjálfum degi rauða nefsins í mikilli dagskrá sem Stöð 2 sýnir. Eftir fjölskyldutónleika í Salnum í Kópavogi hinn 6. desember ætla Hálfvitarnir svo að fara í jólafrí. „Við eigum reyndar einhver jólalög á lager en það eru bara svo harðir jólalaga-andstæðingar í bandinu að við förum líklega aldrei í þann bransa,“ segir Oddur Bjarni.- drg Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
„Það kom inn pöntun um lag frá Unicef, reyndar fyrsta pöntunin sem við fáum. Nú hljóta Nova og Kringlan að fylgja í kjölfarið,“ segir Oddur Bjarni, meðlimur Ljótu hálfvitanna, um nýtt lag með hljómsveitinni. Lagið er lag dags rauða nefsins, sem Unicef stendur fyrir 4. desember. Hálfvitarnir fengu lausan tauminn við að semja lagið, þó með því skilyrði að það tengdist hugmyndinni að baki degi rauða nefsins, sem er að virkja gleðina til góðra hluta. „Það var vitaskuld mikil áskorun fyrir okkur því við erum frekar tregablandið batterí,“ segir Oddur. „Við settum því þunglyndissjúklinginn í bandinu í málið, Snæbjörn „Bibba“ Ragnarsson, og hann tæklaði þetta með glans.“ Niðurstaðan er lag sem heitir „Hættu þessu væli“. „Það er um gaur sem er að kvarta undan lúxusvandamálum. Laginu er beint til þjóðarinnar og hún hvött til að hætta að nöldra og hafa bara gaman af þessu.“ Unicef hélt síðast upp á dag rauða nefsins fyrir þremur árum. Af því tilefni gerði Baggalútur lagið „Brostu“. Lagið með Ljótu hálfvitunum verður sett í spilun um leið og það verður tilbúið, líklega á morgun. Bandið tekur lagið svo auðvitað á sjálfum degi rauða nefsins í mikilli dagskrá sem Stöð 2 sýnir. Eftir fjölskyldutónleika í Salnum í Kópavogi hinn 6. desember ætla Hálfvitarnir svo að fara í jólafrí. „Við eigum reyndar einhver jólalög á lager en það eru bara svo harðir jólalaga-andstæðingar í bandinu að við förum líklega aldrei í þann bransa,“ segir Oddur Bjarni.- drg
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira