Hálfvitar sjá um gleðina 19. nóvember 2009 06:00 Rauða nefin komin upp. Ljótu hálfvitarnir með Axel Axelssyni, sem tók lagið upp, Unicef að kostnaðarlausu. „Það kom inn pöntun um lag frá Unicef, reyndar fyrsta pöntunin sem við fáum. Nú hljóta Nova og Kringlan að fylgja í kjölfarið,“ segir Oddur Bjarni, meðlimur Ljótu hálfvitanna, um nýtt lag með hljómsveitinni. Lagið er lag dags rauða nefsins, sem Unicef stendur fyrir 4. desember. Hálfvitarnir fengu lausan tauminn við að semja lagið, þó með því skilyrði að það tengdist hugmyndinni að baki degi rauða nefsins, sem er að virkja gleðina til góðra hluta. „Það var vitaskuld mikil áskorun fyrir okkur því við erum frekar tregablandið batterí,“ segir Oddur. „Við settum því þunglyndissjúklinginn í bandinu í málið, Snæbjörn „Bibba“ Ragnarsson, og hann tæklaði þetta með glans.“ Niðurstaðan er lag sem heitir „Hættu þessu væli“. „Það er um gaur sem er að kvarta undan lúxusvandamálum. Laginu er beint til þjóðarinnar og hún hvött til að hætta að nöldra og hafa bara gaman af þessu.“ Unicef hélt síðast upp á dag rauða nefsins fyrir þremur árum. Af því tilefni gerði Baggalútur lagið „Brostu“. Lagið með Ljótu hálfvitunum verður sett í spilun um leið og það verður tilbúið, líklega á morgun. Bandið tekur lagið svo auðvitað á sjálfum degi rauða nefsins í mikilli dagskrá sem Stöð 2 sýnir. Eftir fjölskyldutónleika í Salnum í Kópavogi hinn 6. desember ætla Hálfvitarnir svo að fara í jólafrí. „Við eigum reyndar einhver jólalög á lager en það eru bara svo harðir jólalaga-andstæðingar í bandinu að við förum líklega aldrei í þann bransa,“ segir Oddur Bjarni.- drg Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Sjá meira
„Það kom inn pöntun um lag frá Unicef, reyndar fyrsta pöntunin sem við fáum. Nú hljóta Nova og Kringlan að fylgja í kjölfarið,“ segir Oddur Bjarni, meðlimur Ljótu hálfvitanna, um nýtt lag með hljómsveitinni. Lagið er lag dags rauða nefsins, sem Unicef stendur fyrir 4. desember. Hálfvitarnir fengu lausan tauminn við að semja lagið, þó með því skilyrði að það tengdist hugmyndinni að baki degi rauða nefsins, sem er að virkja gleðina til góðra hluta. „Það var vitaskuld mikil áskorun fyrir okkur því við erum frekar tregablandið batterí,“ segir Oddur. „Við settum því þunglyndissjúklinginn í bandinu í málið, Snæbjörn „Bibba“ Ragnarsson, og hann tæklaði þetta með glans.“ Niðurstaðan er lag sem heitir „Hættu þessu væli“. „Það er um gaur sem er að kvarta undan lúxusvandamálum. Laginu er beint til þjóðarinnar og hún hvött til að hætta að nöldra og hafa bara gaman af þessu.“ Unicef hélt síðast upp á dag rauða nefsins fyrir þremur árum. Af því tilefni gerði Baggalútur lagið „Brostu“. Lagið með Ljótu hálfvitunum verður sett í spilun um leið og það verður tilbúið, líklega á morgun. Bandið tekur lagið svo auðvitað á sjálfum degi rauða nefsins í mikilli dagskrá sem Stöð 2 sýnir. Eftir fjölskyldutónleika í Salnum í Kópavogi hinn 6. desember ætla Hálfvitarnir svo að fara í jólafrí. „Við eigum reyndar einhver jólalög á lager en það eru bara svo harðir jólalaga-andstæðingar í bandinu að við förum líklega aldrei í þann bransa,“ segir Oddur Bjarni.- drg
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Sjá meira