Viðskipti erlent

Fyrrum bankastjórar að kaupa gjaldþrota banka

Nokkrir fyrrverandi bankastjórar hyggjast bjóða í gjaldþrota banka sem brátt fara á uppboð hjá innistæðustryggingarsjóði Bandaríkjanna (FIDC). Bankastjórarnir eru studdir af bönkum á borð við Goldman Sachs og Deutsche Bank.

Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Meðal bankastjóranna má nefna William Harrison fyrrum forstjóra JPMorgan Chase, Robert Steele fyrrum forstjóra Wachovia og Herb Boydstun fyrrum forstjóra Hibernia Corp.

Í síðasta mánuði tókst fyrrum stjórnarmönnum hjá Citizens Financial Group, dótturfélagi Royal Bank of Scotland, að afla sér 1,15 milljarða dollara í einkafjármagni til að stofna eignarhaldsfélagið NBH Holdings Corp. Ætlunin er að nota félagið til að fjárfesta í gjaldþrota bönkum.

Aðrir bankastjórar sem eru í leit að fjárfestum til bankakaupa eru Charles Rinehart fyrrum forstjóri H F Ahmanson & Co og Daniel Healy fyrrum fjármálastjóri North Fork Bancorp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×