Lífið

Ekkert að því að gleðja fólk

Cage finnst ekkert að því að leika í stórum Hollywood-myndum.
Cage finnst ekkert að því að leika í stórum Hollywood-myndum.

Nicolas Cage hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir að leika í innan­tómum Hollywood-myndum á kostnað mynda þar sem leikhæfileikar hans fengju betur að njóta sín. Hann gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að stórmyndirnar veiti sér frelsi til að leika í smærri, áhugaverðum myndum eins og nýjustu mynd sinni Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans. Bætir hann við að annar kostur við stóru myndirnar sé að þær dragi að sér fjölda áhorfenda.

„Ég er fjölhæfur og mig langar að leika í alls konar myndum. Sá sem orðinn nógu stórt nafn getur látið framleiða myndir, sem sumar hverjar hefðu kannski aldrei verið framleiddar vegna þess að umfjöllunarefnið er of viðkvæmt,“ segir Cage. „En ég vil ekki gera lítið úr myndum sem ég hef leikið í eins og National Treasure. Þær gleðja fólk. Fjölskyldur fara á þær með börnunum sínum og mér finnst ekkert að því að leika í svoleiðis myndum.“

Þrjár Cage-myndir verða frumsýndar á næsta ári: ævintýramyndin Season of the Witch, hasargrínið Kick-Ass og The Sorcerer‘s Apprentice.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.