Erlent

Ómönnuð árásarvél felldi þrjá talíbana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Predator-vélin er hrikalegt vopn sem stjórna má nánast heiman úr stofu með tiltölulega lítilli fjarstýringu.
Predator-vélin er hrikalegt vopn sem stjórna má nánast heiman úr stofu með tiltölulega lítilli fjarstýringu.

Að minnsta kosti þrír uppreisnarmenn úr röðum talíbana létu lífið í árás ómannaðrar árásarflugvélar Bandaríkjahers í Norður-Waziristan í Pakistan í gær. Flugvélin skaut flugskeyti að húsi skammt frá landamærum Suður- og Norður-Waziristan og segjast sjónarvottar hafa séð þrjú lík borin út úr húsinu skömmu síðar. Mörg hundruð manns, þar af töluvert margir óbreyttir borgarar, hafa látið lífið í Pakistan í árásum fjarstýrðra véla af gerðinni Reaper og Predator síðasta árið. Þar á meðal er talíbanaleiðtoginn Baitullah Mehsud.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×