Lífið

Gleymdi sér í tökunum

Uppgefin. Thandie Newton segist hafa verið uppgefin eftir að leika í kvikmyndinni 2012.
Uppgefin. Thandie Newton segist hafa verið uppgefin eftir að leika í kvikmyndinni 2012.

Thandie Newton segist hafa gleymt sér á tökustað, þegar hún átti að vera að leika í senu fyrir kvikmyndina 2012. Newton, sem er 37 ára, leikur dóttur Bandaríkjaforseta í myndinni og hún segir í viðtali við breska dag­blaðið Daily Mirror að hasar­senur í myndinni hafi verið svo yfirþyrmandi að hún hafi gleymt sér.

„Í einni senunni stóð ég á gangi þar sem flóðbylgja kom á móti mér. Það var magnað, en ég gleymdi alveg að leika því að vatnið flæddi út um allt,“ segir Newton, sem þurfti að endurtaka senuna í kjölfarið. Þá segir hún vinnuna við myndina hafa tekið á. „Ég var gjörsamlega uppgefin eftir senurnar í myndinni og fór yfirleitt í húsvagninn minn og lagði mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.