Lífið

Nóg að gera hjá Mark Wahlberg

Miklar annir Hún er þéttskipuð dagskráin hjá Mark Wahlberg en hann leikur meðal annars eitt aðalhlutverkanna í The Lovely Bones eftir Peter Jackson.
Miklar annir Hún er þéttskipuð dagskráin hjá Mark Wahlberg en hann leikur meðal annars eitt aðalhlutverkanna í The Lovely Bones eftir Peter Jackson.

Eins og kom fram í fjölmiðlum er gert ráð fyrir að Mark Wahlberg leiki aðalhlutverkið í endurgerðri og staðfærðri útgáfu af Reykjavík-Rotterdam. Baltasar Kormákur mun leikstýra en Working Title framleiðir myndina. Áður en að því kemur hefur Wahlberg í nógu að snúast en ferill þessa geðþekka leikara hefur ekki alltaf verið dans á rósum.

Mark Wahlberg er fæddur í Dorchester í Massachusetts á því herrans ári 1971. Hann komst snemma í kast við lögin og hlaut nokkra dóma fyrir smávægileg afbrot. Hann reyndi fyrst fyrir sér sem tónlistarmaður undir nafninu Marky Mark enda var eldri bróðir hans, Donny Wahlberg, í hinni ofurvinsælu drengjasveit New Kids on the Block. Mark reyndist vera ágætis leikari og lét fyrst að sér kveða í Di Caprio-myndinni Basketball Diaries. Í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Boogie Nights, The Big Hit og Three Kings. Ferill Wahlbergs hefur verið skrykkjóttur; sumar bíómyndir hans hafa verið hálfgert drasl en hann náði ákveðnu hámarki með frammistöðunni í The Departed eftir Martin Scorsese.

Wahlberg hefur þó yfirleitt haft í nógu að snúast, hann er einn framleiðenda hinnar vinsælu sjónvarpsþáttaraðar Entourage og leikur eitt aðalhlutverkanna í næstu kvikmynd Peters Jackson, The Lovely Bones. Þá er í bígerð framhald af The Italian Job sem nefnist The Brazilian Job og svo leikur hann á móti Christian Bale í kvikmyndinni The Fighter. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.