Lífið

Áratugurinn gerður upp

Is this it? Plata The Strokes er best að mati NME.
Is this it? Plata The Strokes er best að mati NME.

Nú þegar fyrsti áratugur 21. aldarinnar er að renna sitt skeið á enda keppast tónlistarspekingar við að gera áratuginn upp. Enska tónlistartímaritið NME hefur gefið út sinn lista yfir 100 bestu plöturnar frá 2000 til 2009. Þar eru þrjú efstu sætin skipuð plötunum XTRMNTR með Primal Scream, Up the Bracket með The Libertines og sú besta þykir þeim vera Is This It með The Strokes.

Tvær íslenskar plötur komast á lista NME, Ágætis byrjun með Sigur Rós nær 97. sætinu og Vespertine með Björk er númer 95.

Á samskonar lista hjá bandaríska vefritinu Pitchfork eru þrjár íslenskar plötur á topp 200. Vespertine Bjarkar er númer 92, en Sigur Rós eru með plötuna ( ) í 135. sæti og Ágætis byrjun kemst alla leið í áttunda sæti. Pitchfork segja Kid A með Radiohead bestu plötu áratugarins, en Funeral með Arcade Fire og Discovery með Daft Punk koma þar á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.