Innlent

Mat geðlækna ekki aðalatriði

Nefndin sem rannsakar Breiðavíkurheimilið rannsakar einnig önnur vistheimili, svo sem stúlknaheimilið Bjarg og Kumbaravog.
Nefndin sem rannsakar Breiðavíkurheimilið rannsakar einnig önnur vistheimili, svo sem stúlknaheimilið Bjarg og Kumbaravog.
Óvíst er hvort þær bætur sem eyrnamerktar voru Breiðavíkurdrengjum í fjáraukalögum 2008, rúmar 120 milljónir, muni renna til fórnarlambanna óskiptar, eða hvort rannsóknarnefnd Breiðavíkurmálsins eigi að þiggja laun sín úr þeim potti. Nefndarstörf kosta nú um sextíu milljónir.

„Það liggur ekkert fyrir hvort peninga fyrir nefndarstörf eigi að taka af þessum peningum," segir Friðrik Þór Guðmundsson, sem situr í stjórn Breiðavíkursamtakanna. „Menn eru ekki á eitt sáttir um orðalag það sem viðhaft er um þessar bætur og hvernig beri að túlka það. Ef þessar 120 milljónir tilheyra sameiginlegum potti fyrir fórnar­lömb og nefndarmenn þýðir það að helmingurinn er strax farinn í rannsóknarstarfið. Það kemur hins vegar ekkert í veg fyrir að þá verði bara ný fjárveiting samþykkt."

Bótafrumvarp fyrir Breiðavíkurdrengina fór aldrei í gegnum þing fyrir hrun en Friðrik segir að það frumvarp hafi bæði verið með of lágum tillögum og einnig hafi aðferðafræðin við að ákvarða bæturnar verið meingölluð. „Bæturnar áttu að vera háðar mati geðlækna. Nú vinnum við með nefnd að nýju frumvarpi þar sem ekki snýst allt um að sanna þurfi eitthvað fyrir geðlæknum." - jma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×