Lífið

Reese í rusli

Ruslakona Reese Witherspoon segist heltekin af rusli.
Ruslakona Reese Witherspoon segist heltekin af rusli.

Leikkonan Reese Witherspoon mætti í viðtal til Conans O‘Brien fyrir stuttu og þar ræddi hún meðal annars eina undarlega áráttu sína. „Mér finnst gott að henda hlutum. Ég er heltekin af rusli. Daginn eftir hátíðisdaga eru ruslatunnur mínar yfirfullar af drasli og rusli. Stundum stelst ég til að gægjast í ruslatunnur nágrannana og þær eru alltaf tómar, það er eins og nágrannar mínir hendi engu,“ sagði leik­konan og bætti við að stundum stælist hún til að fleygja rusli í tunnur nágrannanna.

Hún segist jafnframt klæðast sérstökum stigvélum þegar ruslið er sérstaklega mikið og traðkar svo ötullega ofan á því svo meira pláss myndist. „Ég hoppa og traðka og þjappa ruslinu saman. Ég er eins og mennsk ruslaþjöppunarvél.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.