Enn frestar Woods að ræða við lögreglu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2009 10:45 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu. Golf Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu.
Golf Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira