Lífið

Baggalútur stelur á jólunum

Gera fjögur ný jólalög í ár. Mikill jólafílingur er fyrirhugaður hjá Baggalúti.
Gera fjögur ný jólalög í ár. Mikill jólafílingur er fyrirhugaður hjá Baggalúti.

Grínveldið Baggalútur heldur áfram að stuðla að gleði í lífi landsmanna. Nú á að taka stíft á fyrir jólin.

„Það er allt að verða tryllt,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur. „Við sjáum um Jóladagatal Rásar 2 sem verður á hverjum degi til jóla í Popplandi. Á hverjum sunnudegi frumflytjum við nýtt jólalag og þau verða að sjálfsögðu öll stolin. Við höfum fyrir sið að stela á jólunum. Þessi lög koma úr ýmsum áttum og eitt þeirra er að sjálfssögðu ítalskt. Vilji fólk byrja að hita sig upp bendi ég því á að horfa á Dirty dancing.“

Jólatónleikar Baggalúts verða í Borgarleikhúsinu 20. desember - „Það stefnir allt í að það verði uppselt og þá höldum við aukatónleika. Það heldur enginn jólatónleika í dag án þess að halda aukatónleika. Það er klárt mál.“

Baggalútur fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. „Við fengum engan pening, glatað,“ segir Bragi, „þetta var meira svona „bjartasta vonin“. Við fengum reyndar listaverk sem ég veit ekki hvað er. Mér sýnist þetta vera neðri tanngarðurinn af Jónasi Hallgrímssyni. En við fengum að tsjilla á Akureyri. Og þetta er vitanlega mikill heiður.“ - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.