Fótbolti

Hiddink hljóður um framhaldið hjá sér

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic photos/AFP

Landsliðsþjálfarinn Guus Hiddink hjá Rússlandi hefur stöðugt verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina eftir gott gengi hans með Chelsea á síðasta keppnistímabili.

Spurningar varðandi framtíð hans með rússneska landsliðið standa sérstaklega uppi núna eftir að Rússum mistókst að vinna sér þátttökurétt á lokakeppni HM næsta sumar eftir 1-0 tap gegn Slóveníu í Slóveníu í gær en Rússar unnu fyrri leikinn í Rússlandi 2-1.

Einvígið endaði því 2-2 en Slóvenía komst á HM með marki skoruðu á útivelli. Samningur Hiddink við Rússland rennur út árið 2010 og vitað er að þjálfarinn er eftirsóttur.

„Núgildandi samningur minn rennur út eftir HM næsta sumar og spurningin er hvort að ég haldi áfram með liðið fyrir undankeppni EM 2012. Ég þarf smá tíma til þess að hugsa um framhaldið," sagði Hiddink í leikslok í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×