Viðskipti erlent

Marks & Spencer mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Ein stærsta verslunarkeðja Bretlands, Mars & Spencer mótmælir fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Ætlar Marks & Spencer að senda svipað bréf og verslunarkeðjan Waitrose til íslenskra stjórnvalda þar sem afstaða verslunarkeðjunnar verður útskýrð.

Waitrose hefur þegar sent íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum, sem selja Waitrose fisk, bréf þar sem beðið er um upplýsingar um hvort viðkomandi hafi tengsl við hvalveiðimenn. Jafnframt hefur Waitrose sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem hvalveiðunum er mótmælt.

Að sögn breska blaðsins The Times mun Marks & Spencer senda svipuð bréf til Íslands í þessari viku þar sem þess er krafist að hvalveiðar verði bannað að nýju.

Times ræðir við Andrew Mallison matvælasérfræðing Mars & Spencer í sjávarfangi. Hann segir að afstaða þeirra sé skýr, þeir versli ekki við fyrirtæki sem standi að slátrun á sjávarspendýrum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×