Viðskipti erlent

Segja að Chrysler muni lýsa sig gjaldþrota

Starfsmenn Chrysler önnum kafnir í einni af verksmiðjum fyrirtækisins.
Starfsmenn Chrysler önnum kafnir í einni af verksmiðjum fyrirtækisins.

Heimildir herma að bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler muni lýsa sig gjaldþrota en fyrirtækið hefur átt í viðræðum við ríkisstjórn Obama um frekari aðstoð vegna erfiðleika í rekstrinum.

Í gær sigldu samningaviðræður bílaframleiðandans og bandaríska fjármálaráðuneytisins í strand.

Í morgun bárust síðan þær fréttir að Obama hefði sett ströng skilyrði fyrir sex milljarða dollara fjárveitingu til Chrysler ofan á það sem þegar hefur verið veitt og átti Chrysler að hafa frest til miðnættis til að uppfylla þau.

CNN hefur hinsvegar frá háttsettum manni innan ríkisstjórnarinnar að bílaframleiðandinn hafi ekki getað uppfyllt umrædd skilyrði. Því komi ekkert annað til greina en að bílaframleiðandinn lýsi sig gjaldþrota.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×