Körfubolti

Langar þig í meistarahring frá Chicago Bulls?

Hörðustu stuðningsmenn Chicago Bulls eiga nú möguleika á að eignast meistarahringa félagsins frá því að það vann þrjá titla í röð á árunum 1996-98.

Það er til siðs í NBA deildinni að allir leikmenn og þjálfarar meistaraliðanna fái sérstaka meistarahringa afhenta í upphafi næstu leiktíðar og einn af leikmönnum Bulls liðsins frá því um miðjan síðasta áratug hefur nú neyðst til að setja hringana sína á uppboð vegna gjaldþrots.

Þetta er leikstjórnandinn Randy Brown sem var varamaður í ógnarsterku liði Chicago á tíunda áratugnum sem hafði á að skipa þeim Michael Jordan, Scottie Pippen, Dennis Rodman og Tony Kukoc svo einhverjir séu nefndir.

Það er uppboðshaldari í Sacramento í Kaliforníu sem er með hringana á skrá hjá sér ásamt bílum og öðru fíneríi úr eigu Brown.

Það er auðvitað ekki fyrir hvern sem er að bjóða í gripina, en fyrsta tilboð í hringana þrjá er upp á 2,5 milljónir króna.

Smelltu hér til að sjá myndir af hringunum.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×