Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu 30. apríl 2009 08:00 David Lynch er viss um að innhverf íhugun geti komið Íslendingum að góðum notum nú um stundir. Hann heldur fyrirlestur í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Þar er ókeypis aðgangur.Nordicphotos/Getty „Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira