Spretthlauparinn Usain Bolt lenti í bílslysi í heimalandi sínu í Jamaíku en slapp þó við alvarleg meiðsli.
Þetta var staðfest af lögregluyfirvöldum þar í landi í dag. Bolt var að keyra BMW M3-bifreið og missti líklega stjórn á henni á blautum veginum.
Umboðsmaður Bolt, Norman Peart, sagði að Bolt hafi aðeins hlotið nokkrar skrámur. Enn ætti þó eftir að ákveða hvort að slysið hafi einhver áhrif á dagskrá kappans. Hann á að keppa í móti í Jamaíku og laugardaginn og taka þátt í 150 metra götuhlaupi í Manchester í Englandi þann 17. maí.
