Golf

Gríðarmikið tekjutap vegna Tigers

Arnar Björnsson skrifar
Tiger Woods hefur unnið mörg mót á ferlinum.
Tiger Woods hefur unnið mörg mót á ferlinum. Nordic Photos / Getty Images
Þegar Tiger Woods tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann tæki sér hlé frá golfkeppni fór um marga í golfiðnaðinum. Reiknað hefur verið út að sjónvarpsstöðvar, PGA-mótaröðin og styrktaraðilar verði af um 220 milljónum bandaríkjadala eða 28 milljörðun króna.

Talið er að áhorfendum á golfmótum fækki um 20% og að tekjur af sjónvarpsauglýsingum minnki um allt að 40%. Íþróttaframleiðandinn Nike hefur haft miklar tekjur af sölu á golfvarningi en reiknað hefur verið út að fyrirtækið verði af um tveimur og hálfum milljarði króna.

PGA-mótaröðin fékk tæplega 100 milljarða króna fyrir sjónvarpssamninga árið 2008 og ef Woods keppir ekkert á næsta ári er talið að tekjur PGA-mótaraðarinnar minnki um 30-40%.

Þegar Tiger var frá keppni vegna meiðsla í lok árs 2008 og byrjun árs 2009 minnkaði áhorf á golfmót um 47 af hundraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×