Viðskipti erlent

Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í morgun

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í morgun eins og þau hafa gert síðustu daga. Þykir þetta vísbending um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta um að kreppan sé að slaka á klónni og að líkur séu á því að fjármálamarkaðir um heim allan séu að rétta úr kútnum.

FTSE Eurofirst300 vísitalan hækkaði um 0,4 prósentustig í morgun og hefur hún hækkað um 50 prósent frá því að hún náði botninum í byrjun mars. Hækkanir á bréfum í bönkum skiluðu mestu til hækkunar á mörkuðum í morgun en bankar á borð við Barclays, UniCredit og Lloyds hækkuðu allir að einhverju marki.

Olían hækkaði einig og kostar tunnan nú um 74 dollara og hefur ekki veið dýrari í tæpt ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×