Íslendingar ber ekki að taka á sig allar Icesave skuldbindingarnar Sigríður Mogensen skrifar 20. júlí 2009 12:02 Eiríkur Tómasson telur að ekki eigi að dreifa greiðslunum úr þrotabúinu. Mynd/ GVA. Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til. Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til.
Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira