Upphafsár umbreytinga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2009 06:00 Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar