Lífið

Jónsi lærir íslensku

Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi í Í svörtum fötum.
Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi í Í svörtum fötum.

„Mér fannst bara kominn sá tími í lífi mínu að ég þyrfti að fara að gera eitthvað krefjandi. Þess vegna fór ég í íslensku í Háskólanum,“ segir Jónsi í Í svörtum fötum. „Ég veit svo sem ekki hvort ég klára þetta, en þetta er mjög gaman. Ég var síðast í skóla einhvern tímann á síðustu öld og finnst ég hafa yngst rosalega upp við þetta. Mér líður eiginlega eins og fermingarbarni.“

Jónsi hamast nú við að skrifa ritgerð og umfjöllunarefnið er nálægt áhugamálinu – góðir og slæmir popptextar. Hljómsveitin Í svörtum fötum heldur upp á tíu ára afmæli í vor og ætlar að gefa út safnplötu af því tilefni. Jónsi segir að tvö ný lög muni líta dagsins ljós í millitíðinni. - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.