Fótbolti

Mourinho fékk eins leiks bann og 2,7 milljóna sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Inter, á leið upp í stúku.
Jose Mourinho, þjálfari Inter, á leið upp í stúku. Mynd/AFP

Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Inter, var rekinn af bekknum í 2-1 sigri sinna manna á Cagliari um helgina. Hann hefur í framhaldinu verið dæmdur í eins leiks bann og skyldaður til að borga 15 þúsund evra sekt eða um 2,7 milljónir íslenskra króna.

Portúgalski þjálfarinn var sendur upp í stúku eftir þrettán mínútna leik í seinni hálfleik fyrir að mótmæla kröftuglega þegar dómari leiksins spjaldaði ekki einn leikmanna Cagliari. Varnarmaðurinn Davide Astori braut þá að hans mati mjög illa á Mario Balotelli, sóknarmanni Inter.

Mourinho fékk samskonar bann á síðasta tímabili en þetta var í annað skiptið sem umræddur dómari, Daniele Orsato, gefur honum rautt spjald. Mourinho hraunaði víst yfir Orsato og reyndi að gera lítið úr honum með allskonar látbrögðum sem fór ekki vel í aganefnd ítalska sambandsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×