Erlent fjármagn - já takk Magnús Orri Schram skrifar 27. ágúst 2009 06:00 Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálfar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi. Með breytingu á lögum í júní 2008 var reynt að tryggja að slíkt gæti ekki gerst aftur, þ.e. að auðlindirnar gætu með einhverjum hætti komist í minni- eða meirihlutaeigu einkaaðila. Þá var orkufyrirtækjum skipt í tvo hluta, annars vegar veitufyrirtæki - sem sér um sölu orkunnar til almennings og hins vegar framleiðslufyrirtæki sem sér um orkuvinnsluna. Aukinheldur tryggði lagasetningin að auðlindirnar stæðu fyrir utan þessa skiptingu, og yrðu ætíð í eigu almennings, rétt eins og meirihluti veituhlutans. Hins vegar opnaði lagasetningin á að framleiðslufyrirtækin sem standa í fjárfrekum framkvæmdum og eru í samkeppnisrekstri, gætu verið í eigu einkaaðila. Var slíkt í anda EES samningsins enda erfitt að hindra aðkomu einkaaðila að samkeppnisrekstri. Lögin heimiluðu ennfremur opinberum aðilum að framselja afnotarétt af auðlindinni til allt að 65 ára í senn og að handhafi tímabundins afnotaréttar ætti möguleika á viðræðum um framlengingu þegar helmingur umsamins tíma er liðinn. Eigandi jarðhitaauðlindanna á Reykjanesi - Reykjanesbær hefur nú gengið frá samningi við HS Orku um þennan afnotarétt og gengur sá samningur alveg útá ystu nöf- ef hann er ekki beinlínis ólöglegur. Þar er HS Orku tryggður réttur til framlengingar afnotasamnings 65 ár til viðbótar - eða 130 ár alls. Að mínu mati hafa Reyknesingar farið þvert á anda laganna með þessu ákvæði og því réttast að endurskoða samninginn. Ég tel hins vegar rangt að ríkið eigi að stíga inn í kaup Magma og hindra þannig söluna. Um er að ræða 12,2 milljarða króna og framundan er svo milljarða fjárfesting á svæðinu. Ríkið á ekki þá fjármuni til reiðu og ef þeir væru til reiðu, ætti frekar að nýta þá til fjárfestinga í orkuiðnaði, heldur en til að taka yfir kaup á hlutabréfum. Framundan er erfiður vetur, niðurskurðar á fjárlögum upp á milljarðatugi og væri nær að fagna þeirri innspýtingu inn í okkar efnahagslíf sem aðkoma Magma er. Við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að hindra erlent eignarhald, þá þurfa fyrirtækin að leita eftir erlendu lánsfé til uppbyggingar. Við núverandi lánshæfismat og himinháar vaxtagreiðslur væri slíkt óráð. Eignarhald opinberra aðila á auðlindum okkar er mikið hagsmunamál og ber að tryggja. Samningar með einhliða framlengingu til 130 ára og lágmarks afnotagjaldi eru þess vegna vondir samningar. Þess vegna eiga stjórnvöld að skoða hvort áðurnefndir samningar standist nánari skoðun. Það er mér til efs. Það væri ekki gott skref ef stjórnvöld hindruðu kaup erlendra aðila á HS Orku. Stjórnvöld hafa betri not fyrir tólf þúsund milljónir. Skynsamlega nýtingu auðlinda í þágu almennings á að tryggja með öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálfar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi. Með breytingu á lögum í júní 2008 var reynt að tryggja að slíkt gæti ekki gerst aftur, þ.e. að auðlindirnar gætu með einhverjum hætti komist í minni- eða meirihlutaeigu einkaaðila. Þá var orkufyrirtækjum skipt í tvo hluta, annars vegar veitufyrirtæki - sem sér um sölu orkunnar til almennings og hins vegar framleiðslufyrirtæki sem sér um orkuvinnsluna. Aukinheldur tryggði lagasetningin að auðlindirnar stæðu fyrir utan þessa skiptingu, og yrðu ætíð í eigu almennings, rétt eins og meirihluti veituhlutans. Hins vegar opnaði lagasetningin á að framleiðslufyrirtækin sem standa í fjárfrekum framkvæmdum og eru í samkeppnisrekstri, gætu verið í eigu einkaaðila. Var slíkt í anda EES samningsins enda erfitt að hindra aðkomu einkaaðila að samkeppnisrekstri. Lögin heimiluðu ennfremur opinberum aðilum að framselja afnotarétt af auðlindinni til allt að 65 ára í senn og að handhafi tímabundins afnotaréttar ætti möguleika á viðræðum um framlengingu þegar helmingur umsamins tíma er liðinn. Eigandi jarðhitaauðlindanna á Reykjanesi - Reykjanesbær hefur nú gengið frá samningi við HS Orku um þennan afnotarétt og gengur sá samningur alveg útá ystu nöf- ef hann er ekki beinlínis ólöglegur. Þar er HS Orku tryggður réttur til framlengingar afnotasamnings 65 ár til viðbótar - eða 130 ár alls. Að mínu mati hafa Reyknesingar farið þvert á anda laganna með þessu ákvæði og því réttast að endurskoða samninginn. Ég tel hins vegar rangt að ríkið eigi að stíga inn í kaup Magma og hindra þannig söluna. Um er að ræða 12,2 milljarða króna og framundan er svo milljarða fjárfesting á svæðinu. Ríkið á ekki þá fjármuni til reiðu og ef þeir væru til reiðu, ætti frekar að nýta þá til fjárfestinga í orkuiðnaði, heldur en til að taka yfir kaup á hlutabréfum. Framundan er erfiður vetur, niðurskurðar á fjárlögum upp á milljarðatugi og væri nær að fagna þeirri innspýtingu inn í okkar efnahagslíf sem aðkoma Magma er. Við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að hindra erlent eignarhald, þá þurfa fyrirtækin að leita eftir erlendu lánsfé til uppbyggingar. Við núverandi lánshæfismat og himinháar vaxtagreiðslur væri slíkt óráð. Eignarhald opinberra aðila á auðlindum okkar er mikið hagsmunamál og ber að tryggja. Samningar með einhliða framlengingu til 130 ára og lágmarks afnotagjaldi eru þess vegna vondir samningar. Þess vegna eiga stjórnvöld að skoða hvort áðurnefndir samningar standist nánari skoðun. Það er mér til efs. Það væri ekki gott skref ef stjórnvöld hindruðu kaup erlendra aðila á HS Orku. Stjórnvöld hafa betri not fyrir tólf þúsund milljónir. Skynsamlega nýtingu auðlinda í þágu almennings á að tryggja með öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun