Innlent

Mark Flanagan: Burtþráin tekin illilega úr samhengi

Franek (t.v.) og Flanagan á blaðamannafundi.
Franek (t.v.) og Flanagan á blaðamannafundi.

Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), Mark Flanagan, sagði í viðtali í Kastljósi nú í kvöld að ummæli sem höfð voru eftir honum eftir fund hóps með AGS hefðu verið tekin illilega úr samhengi.

Ummælin sem hann vísar til er svar hans við spurningu sem Heiða B. Heiðarsdóttir bar fram á fundinum sem haldin var í síðustu viku hvort hann myndi flytja af landi brott ef hann væri Íslendingur. Samkvæmt Heiðu, og var greint frá dv.is, þá svaraði hann því til að hann myndi flytja á brott ef hann fengi vinnu í öðru landi.

„Ummælin voru tekin illilega úr samhengi," sagði Flanagan í viðtali við Kastljós og áréttaði að sjóðurinn væri vel meðvitaður um brottflutning Íslendinga til annarra landa.

Hann segist hafa átt við með svari sínu að hann skyldi þá Íslendinga sem leituðu tækifæra í öðrum löndum vegna efnahagsástandsins hér á landi. Aftur móti kappkostaði sjóðurinn við að aðstoða Íslendinga úr þeim efnahagsþrengingum sem við stöndum frammi fyrir.

Hann sagði að það væri full ástæða til þess að líta björtum augum til framtíðar, Ísland losnar að lokum úr þrengingunum og sjóðurinn reynir að stuðla að því að það geti gerst sem fyrst, sagði Flanagan að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×