Enski boltinn

Rooney: Mistök að öskra tólfti maðurinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney viðurkennir að það hafi ekkert verið sérstaklega gáfulegt að öskra tólfti maðurinn í myndavélarnar eftir tap Man. Utd gegn Chelsea.

Rooney var afar svekktur eftir leikinn eins og fleiri og þá aðallega út í dómarann.

„Ég hefði líklega ekki átt að gera þetta. Ég var afar vonsvikinn eftir leikinn því mér fannst við eiga meira skilið. Það voru miklar tilfinningar í gangi," sagði Rooney.

„Mér fannst við ekki fá sanngjarna dóma í leiknum en þannig er þetta bara stundum. Þetta var líklega besti leikurinn okkar á tímabilinu en úrslitin voru vonbrigði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×