Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra 20. desember 2009 19:20 Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira