Lífið

Samningaleiðin reynd

Glæsilegur viðburður Ekkert var til sparað þegar Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir gengu í það heilaga fyrir tveimur árum.Fréttablaðið/Anton
Glæsilegur viðburður Ekkert var til sparað þegar Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir gengu í það heilaga fyrir tveimur árum.Fréttablaðið/Anton

Lögfræðingur breska viðburðafyrirtækisins élan annars vegar og lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur hins vegar reyna nú að semja vegna ógreidds reiknings og ágreinings um lokauppgjör í tengslum við brúðkaup þeirra hjóna í nóvember fyrir tveimur árum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var fyrirtöku málsins frestað á miðvikudaginn og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær það verður tekið fyrir að nýju. „Ef okkur tekst að semja þá verður málið fellt niður. Ef það tekst ekki mun dómari ákveða nýja dagsetningu fyrir nýja fyrirtöku málsins," segir Eiríkur Gunnsteinsson, lögfræðingur élan.

Viðburðafyrirtækið breska sá um alla skipulagningu á brúðkaupi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem haldið var með mikilli viðhöfn. Séra Hjörtur Magni gaf þau saman í Fríkirkjunni að viðstöddum helstu fyrirmennum þjóðarinnar meðal annars forsetanum, Hreiðari Má Sigurðssyni og Björg­ólfi Guðmundssyni. Veislugestir héldu síðan í Hafnarhúsið þar sem var dansað langt fram eftir nóttu undir taktföstum undirleik Gus Gus. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin er sem deila fyrirtækisins og hjónanna snýst um.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.