Luca Badoer frá Ítalíu keppir á ný með Ferrari á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. Hann varð í síðasta sæti í Valencia á sunnudag.
Þá hefur Ferrari stjórinn Stefano Domenciali gefið það út að engin von sé til þess að Michael Schumacher geti ekið í ár. Schumacher ræktar líkamann af kappi þessa dagana og það sögum byr undir báða vængi að hann gæti keppt síðar á árinu.
"Ég vissi alltaf að það yrði erfitt að keppa á Valencia brautinni sem var ný fyrir mér á nýjum bíl. Ég tel að ég muni standa mun betur að vígi á Spa brautinni", sagði Badoer.
Mótið í Valencia var sannkölluð eldskírn, hann komst úr 20 sæti á ráslínu á það 14 í fyrsta hring, en þá var keyrt aftan á hann. Aksturstímar hans voru upp og ofan og hann var 2 sekúndum á eftir besta tíma Timo Glock í einstökum hring.
Mótið á Spa þykir alltaf spennandi og brautin er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum.
Sjá brautarlýsingu á Spa
Formúla 1