Innlent

Dóms- og mannréttindaráðuneytið verður til í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra. Mynd/ GVA.
Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra. Mynd/ GVA.
Heiti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins breytist í dag, 1. október 2009, í dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og aukin áhersla verður lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttinda.

Í nýju vefriti ráðuneytisins er fjallað um þær breytingar sem verða á verkefnum ráðuneytisins en það tekur meðal annars við forræði yfir sveitarstjórnarkosningum, fasteignamati og skráningu auk þess sem neytendamál færast til ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×