Framhaldsmyndir gera sig líklegar 10. desember 2009 03:45 John Malkovich og Josh Brolin eru að íhuga tilboð um að leika í framhaldsmyndum. Aðdáendur kvikmynda frá draumaverksmiðjunni í Hollywood eru fyrir löngu orðnir vanir því að endurvinnsla er lykilorð hjá stóru kvikmyndaverunum. Ef eitthvað skilar peningum aftur í kassann er gullkálfinum síður en svo slátrað heldur er hann alinn á öllu því besta þar til hann springur úr ofáti. Ef svo má að orði komast. Væntanlega þarf því ekki að koma neinum á óvart að í undirbúningi skuli vera Spider Man 4. Sú þriðja olli reyndar töluverðum vonbrigðum hjá gagnrýnendum en aðsóknin var prýðileg. Og til þess er horft í Hollywood. Samkvæmt fréttum vestanhafs standa nú yfir viðræður við John Malkovich um að hann leiki vonda karlinn Vulture. Slíkt væri mikill happafengur fyrir myndaflokkinn því fáir eru jafn góðir að leika illmenni og Malkovich. Þá er víst einnig orðrómur á kreiki um að Anne Hathaway leiki Feliciu Hardy en samkvæmt myndasögubókunum breytist hún í Svörtu læðuna. Sannarlega spennandi. Hin framhaldsmyndin sem nú er sögð vera í bígerð kemur hins vegar ögn meira á óvart, því samkvæmt Los Angeles Times er Josh Brolin nú orðaður við Men in Black 3. Mynd númer tvö var afleit en nú á að horfa aftur til fyrstu myndarinnar og gera alvöru geimveruhasargrín. Will Smith er að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu en vonandi fær Brolin að njóta sín eftir stórkostlega frammistöðu í No Country for Old Men, W. og American Gangster. Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Aðdáendur kvikmynda frá draumaverksmiðjunni í Hollywood eru fyrir löngu orðnir vanir því að endurvinnsla er lykilorð hjá stóru kvikmyndaverunum. Ef eitthvað skilar peningum aftur í kassann er gullkálfinum síður en svo slátrað heldur er hann alinn á öllu því besta þar til hann springur úr ofáti. Ef svo má að orði komast. Væntanlega þarf því ekki að koma neinum á óvart að í undirbúningi skuli vera Spider Man 4. Sú þriðja olli reyndar töluverðum vonbrigðum hjá gagnrýnendum en aðsóknin var prýðileg. Og til þess er horft í Hollywood. Samkvæmt fréttum vestanhafs standa nú yfir viðræður við John Malkovich um að hann leiki vonda karlinn Vulture. Slíkt væri mikill happafengur fyrir myndaflokkinn því fáir eru jafn góðir að leika illmenni og Malkovich. Þá er víst einnig orðrómur á kreiki um að Anne Hathaway leiki Feliciu Hardy en samkvæmt myndasögubókunum breytist hún í Svörtu læðuna. Sannarlega spennandi. Hin framhaldsmyndin sem nú er sögð vera í bígerð kemur hins vegar ögn meira á óvart, því samkvæmt Los Angeles Times er Josh Brolin nú orðaður við Men in Black 3. Mynd númer tvö var afleit en nú á að horfa aftur til fyrstu myndarinnar og gera alvöru geimveruhasargrín. Will Smith er að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu en vonandi fær Brolin að njóta sín eftir stórkostlega frammistöðu í No Country for Old Men, W. og American Gangster.
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira