Innlent

Sjö boð bárust í hafnargæsluna

Skemmtiferðaskip
Norski demanturinn lónar við Reykjavík.
Skemmtiferðaskip Norski demanturinn lónar við Reykjavík.

Sjö sendu inn tilboð í útboð Faxaflóahafna á hafnargæslu vegna komu skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur. Lægsta boð var frá Öryggismiðstöð Íslands og hefur verið samið við fyrirtækið um verkefnið.

„Um er að ræða mönnun á aðgangshliðum, gæslu og eftirlit í samræmi við lög um siglingavernd,“ segir á vef Faxaflóahafna.

Búist er við fyrsta skipinu 20. maí.

„Alls eru bókaðar komur 80 skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur sumarið 2009 og fastlega má reikna með að farþegafjöldi þeirra verði um eða yfir sextíu þúsund manns.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×