Vettel fagnaði sigri á Silverstone Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 13:54 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Jenson Button náði sjötta sæti, rétt eins og í tímatökunum í gær en Vettel var fremstur á ráspól í ræsingunni. Mark Webber komst ekki fram úr Rubens Barrichello strax í upphafi og notaði Vettel það tækifæri til að koma sér í myndarlega forystu í keppninni. Webber komst svo fram úr Barrichello eftir fyrsta viðgerðarhléð og urðu því ökuþórar Red Bull, þeir Vettel og Webber, fyrstir í mark í dag. Barrichello varð þriðji og Felipe Massa á Ferrari fjórði. Nico Rosberg á Williams varð fimmti en hann háði mikla baráttu við Massa um fjórða sætið. Button er þó enn með góða forystu í stigakeppni ökumanna eða 23 stig á félaga sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Vettel er svo tveimur stigum á eftir Brasilíumanninnum og 3,5 stigum á undan Webber. En nóg er eftir af keppnum og ljóst að Brawn mun fá mikla samkeppni frá Red Bull. Síðarnefnda liðið var með nýja uppfærslu í sínum keppnisbílum sem gerði það að verkum að liðið var í sérflokki alla helgina. Ríkjandi meistari, Lewis Hamilton, náði ekki nema sextánda sæti en hann sagði bílinn sinn hafa ekki verið með neitt grip á brautinni.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira