Geta ekki mætt í skóla vegna fátæktar foreldra Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 23. ágúst 2009 10:09 Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Mynd/Stefán „Það sem ýtti mér af stað er að foreldrar hafa verið að hringja í mig út af börnum sem mættu ekki í skólann fyrsta daginn, því þau hafa ekki getað keypt bækur," segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, í samtali við fréttastofu. Hann skrifaði færslu í vefdagbók sína í gær þar sem hann lýsir erfiðum símtölum frá fólki sem getur ekki látið börnin sín byrja í skóla með haustinu, því ekki er til peningur til að kaupa námsbækur, skólavörur og greiða innritunargjöld. Þórhallur segir einkum um nemendur við framhaldsskóla að ræða. Aðspurður hvort hann telji hættu á að börn flosni hreinlega upp úr námi vegna fátæktar svarar Þórhallur: „Ég spyr - ef þú getur ekki mætt í skólann á mánudaginn því þú átt ekki bækur, hvað ætlarðu þá að gera?" Þórhallur segist hafa heyrt frá fólki sem standi frammi fyrir algjöru úrræðaleysi fyrir morgundaginn. Hann segir marga foreldra vera með fleiri en eitt barn á sínu framfæri sem þurfi að fæða og klæða á sama tíma og verðlag hækkar. Þórhallur bendir á að fólk geti leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar og félagsþjónustunnar um styrki, en þeir hrökkvi skammt miðað við hvað kostnaðurinn við að hefja nám er mikill. Hann kallar eftir aðgerðum og biðlar til menntamálaráðherra í færslunni. „Ég veit ekki hvað þarf að gera, en ég veit að það þarf að gera eitthvað." Færslu Þórhalls má lesa hér. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Það sem ýtti mér af stað er að foreldrar hafa verið að hringja í mig út af börnum sem mættu ekki í skólann fyrsta daginn, því þau hafa ekki getað keypt bækur," segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, í samtali við fréttastofu. Hann skrifaði færslu í vefdagbók sína í gær þar sem hann lýsir erfiðum símtölum frá fólki sem getur ekki látið börnin sín byrja í skóla með haustinu, því ekki er til peningur til að kaupa námsbækur, skólavörur og greiða innritunargjöld. Þórhallur segir einkum um nemendur við framhaldsskóla að ræða. Aðspurður hvort hann telji hættu á að börn flosni hreinlega upp úr námi vegna fátæktar svarar Þórhallur: „Ég spyr - ef þú getur ekki mætt í skólann á mánudaginn því þú átt ekki bækur, hvað ætlarðu þá að gera?" Þórhallur segist hafa heyrt frá fólki sem standi frammi fyrir algjöru úrræðaleysi fyrir morgundaginn. Hann segir marga foreldra vera með fleiri en eitt barn á sínu framfæri sem þurfi að fæða og klæða á sama tíma og verðlag hækkar. Þórhallur bendir á að fólk geti leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar og félagsþjónustunnar um styrki, en þeir hrökkvi skammt miðað við hvað kostnaðurinn við að hefja nám er mikill. Hann kallar eftir aðgerðum og biðlar til menntamálaráðherra í færslunni. „Ég veit ekki hvað þarf að gera, en ég veit að það þarf að gera eitthvað." Færslu Þórhalls má lesa hér.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira