Sverrir: Klúðurslegt og viðvaningslegt Júróvision 10. janúar 2009 18:05 „Ekkert óheyrilega leiðinlegt bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi," segir Sverrir Stormsker. Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Júróvision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of kúl fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag." „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma." „Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." „Þetta er alltsaman voðalega vel spilað en það er bara ekki nóg því Halldór hefur gleymt að byggja grunninn, kjallarann og 1. hæðina. Það er ris í laginu en það er allt og sumt. Það er ekki hægt að búa í undirstöðulausu risi. Þetta lag hefði átt að heita „Dagur rýr." „Heiða er ein af okkur allra bestu söngkonun. Getur látið billegustu lög virka flott, getur blásið lífi í dauðvona sjúkling en þarna hefði hún bara átt að kippa öndunarvélinni úr sambandi." 3. Is it true (2 stjörnur) Lag og texti: Óskar Páll Sveinsson. Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. „Óskar Páll Sveinsson er fagmaður, allavega sem upptökumaður. Hef ekki heyrt mörg lög eftir hann. Þetta lag virkar frekar cheap við fyrstu hlustun en vinnur svo á, sem þýðir að þetta er ekki slæmt lag en kannski aðeins of venjulegt og lítt afgerandi. Það er hvorki til hægri né vinstri. Þetta er svona framsóknarmiðjumoð. Gæti eflaust slegið í gegn með Jessicu Simpson eða einhverri svoleiðis meikdollu en er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfu sér. Jóhanna „litla" Guðrún gerir þessu góð skil en heildarpakkinn er soldið einsog hænsni: lyftist frá jörðu en nær aldrei flugi. 4. Hugur minn fylgir þér (engin stjarna) Lag og texti: Valgeir Skagfjörð. Flytjandi: Ólöf Jara Skagfjörð. „Ég ætla að vona að höfundurinn Valgeir Skagfjörð taki þessu ekki persónulega en þetta „lag" er einfaldlega hryllilega lélegt og asnalegt í alla staði. Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvernig þetta komst inn nema ef söngkonan góða og eiginkona Valgeirs, Guðrún Gunnars, skyldi hafa verið í dómnefndinni. Melódían er kubbsleg og reglustikuð, einsog hún hafi verið sett saman í einhverju tónlistarforriti fyrir þroskahefta. Taktskiptingarnar eru svo klúðurslegar, skrykkjóttar og viðvaningslegar að það er ekki nema fyrir verulega hélaðan spassa að hreyfa sig eftir þessu." „Það er í raun ekki fyrir hvítan mann að skilja þetta sull og ennþá síður svartan, rauðan nú eða gulan. Grænar geimverur myndu meira að segja hrista hausinn." „Ólöf Jara Skagfjörð er góð söngkona einsog mamman og reynir að bjarga því sem bjargað verður en það er einsog að setja sérríber á ruslahaug. Vonlaust mál. Dæmið er six feet under," segir Sverrir að lokum.Hlusta hérna: Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Júróvision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of kúl fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag." „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma." „Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." „Þetta er alltsaman voðalega vel spilað en það er bara ekki nóg því Halldór hefur gleymt að byggja grunninn, kjallarann og 1. hæðina. Það er ris í laginu en það er allt og sumt. Það er ekki hægt að búa í undirstöðulausu risi. Þetta lag hefði átt að heita „Dagur rýr." „Heiða er ein af okkur allra bestu söngkonun. Getur látið billegustu lög virka flott, getur blásið lífi í dauðvona sjúkling en þarna hefði hún bara átt að kippa öndunarvélinni úr sambandi." 3. Is it true (2 stjörnur) Lag og texti: Óskar Páll Sveinsson. Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. „Óskar Páll Sveinsson er fagmaður, allavega sem upptökumaður. Hef ekki heyrt mörg lög eftir hann. Þetta lag virkar frekar cheap við fyrstu hlustun en vinnur svo á, sem þýðir að þetta er ekki slæmt lag en kannski aðeins of venjulegt og lítt afgerandi. Það er hvorki til hægri né vinstri. Þetta er svona framsóknarmiðjumoð. Gæti eflaust slegið í gegn með Jessicu Simpson eða einhverri svoleiðis meikdollu en er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfu sér. Jóhanna „litla" Guðrún gerir þessu góð skil en heildarpakkinn er soldið einsog hænsni: lyftist frá jörðu en nær aldrei flugi. 4. Hugur minn fylgir þér (engin stjarna) Lag og texti: Valgeir Skagfjörð. Flytjandi: Ólöf Jara Skagfjörð. „Ég ætla að vona að höfundurinn Valgeir Skagfjörð taki þessu ekki persónulega en þetta „lag" er einfaldlega hryllilega lélegt og asnalegt í alla staði. Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvernig þetta komst inn nema ef söngkonan góða og eiginkona Valgeirs, Guðrún Gunnars, skyldi hafa verið í dómnefndinni. Melódían er kubbsleg og reglustikuð, einsog hún hafi verið sett saman í einhverju tónlistarforriti fyrir þroskahefta. Taktskiptingarnar eru svo klúðurslegar, skrykkjóttar og viðvaningslegar að það er ekki nema fyrir verulega hélaðan spassa að hreyfa sig eftir þessu." „Það er í raun ekki fyrir hvítan mann að skilja þetta sull og ennþá síður svartan, rauðan nú eða gulan. Grænar geimverur myndu meira að segja hrista hausinn." „Ólöf Jara Skagfjörð er góð söngkona einsog mamman og reynir að bjarga því sem bjargað verður en það er einsog að setja sérríber á ruslahaug. Vonlaust mál. Dæmið er six feet under," segir Sverrir að lokum.Hlusta hérna:
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira