Innlent

Fjölgar um einn á gjörgæslu með svínaflensu

Fimm sjúklingar eru á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu eða H1N1 inflúensu. Þeim hefur fjölgað um einn frá því í gær. Engu að síður hefur inniliggjandi sjúklingum á spítalanum sem eru með flensuna fækkað. Þeir voru 28 í gær en þeir eru 21 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítalans.

Frá og með næsta mánudegi geta allir landsmenn pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×