Landeyjahöfn nálgast Vestmannaeyjar hratt 4. júní 2009 19:08 Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn.Frá Heimaey til fastalandsins eru tíu kílómetrar en sú leið hefur verið að styttast hratt síðustu tvær vikur frá því trukkar Suðurverks byrjuðu að sturta grjótinu í tvo varnargarða sem eiga að skýla væntanlegri ferjuhöfn. Fimmtán svona risatæki eru í stöðugum akstri og nærri níutíu starfsmenn á þrískiptum vöktum sjá til þess að rífandi gangur er í verkinu.Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, segist vel tækjum búinn og hafa góðan mannskap. Unnið sé allan sólarhringinn og alla daga.Þótt þrjúhundruð metrar séu búnir er ljóst að þeir fjögurhundruð sem eftir eru verða ekki jafn fljótgerðir því dýpið verður stöðugt meira eftir því sem verkinu miðar áfram út í Atlantshafið. Garðarnir eiga að verða komnar í endanlega lengd í haust og þá fer vinna á fullt við gerð sjálfrar ferjubryggjunnar.Það verður svo næsta sumar, eftir rúmt ár, sem höfnin verður tekin í notkun, höfn sem valda mun þáttaskilum í samskiptum Eyjamanna, ekki síst við Rangæinga. Dofri segir þetta mikla samgöngubót fyrir byggðirnar og það réttmæta.Suðurverksmenn hófust handa síðasta sumar við að sækja grjót upp í Seljalandsheiði og safna því í haug við Markarfljót en í staðinn fyrir að flytja grjótið yfir fljótið færðu þeir einfaldlega fljótið. Þeir gerðu svo göng undir Suðurlandsveg svo trukkarnir þyrftu ekki að stoppa og þvera hringveginn en Dofri vill að þau verði áfram sem mislæg gatnamót hins nýja Vestmannaeyjavegar. Hann hvetur til þess að sá möguleiki verði skoðaður áður en rörið verður fjarlægt. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn.Frá Heimaey til fastalandsins eru tíu kílómetrar en sú leið hefur verið að styttast hratt síðustu tvær vikur frá því trukkar Suðurverks byrjuðu að sturta grjótinu í tvo varnargarða sem eiga að skýla væntanlegri ferjuhöfn. Fimmtán svona risatæki eru í stöðugum akstri og nærri níutíu starfsmenn á þrískiptum vöktum sjá til þess að rífandi gangur er í verkinu.Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, segist vel tækjum búinn og hafa góðan mannskap. Unnið sé allan sólarhringinn og alla daga.Þótt þrjúhundruð metrar séu búnir er ljóst að þeir fjögurhundruð sem eftir eru verða ekki jafn fljótgerðir því dýpið verður stöðugt meira eftir því sem verkinu miðar áfram út í Atlantshafið. Garðarnir eiga að verða komnar í endanlega lengd í haust og þá fer vinna á fullt við gerð sjálfrar ferjubryggjunnar.Það verður svo næsta sumar, eftir rúmt ár, sem höfnin verður tekin í notkun, höfn sem valda mun þáttaskilum í samskiptum Eyjamanna, ekki síst við Rangæinga. Dofri segir þetta mikla samgöngubót fyrir byggðirnar og það réttmæta.Suðurverksmenn hófust handa síðasta sumar við að sækja grjót upp í Seljalandsheiði og safna því í haug við Markarfljót en í staðinn fyrir að flytja grjótið yfir fljótið færðu þeir einfaldlega fljótið. Þeir gerðu svo göng undir Suðurlandsveg svo trukkarnir þyrftu ekki að stoppa og þvera hringveginn en Dofri vill að þau verði áfram sem mislæg gatnamót hins nýja Vestmannaeyjavegar. Hann hvetur til þess að sá möguleiki verði skoðaður áður en rörið verður fjarlægt.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira