Handbolti

Karen: Við eigum enn mjög mikið inni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Mynd/Valli

„Við vorum að spila fína vörn og fengum góða markvörslu en vorum að klikka dálítið í sóknarleiknum. Það hefði þurft svo lítið til svo að þetta myndi smella hjá okkur og það er óneitanlega svekkjandi.

Það vantaði smá ákveðni í okkur til þess að nýta færin betur og þá hefðum við getað unnið leikinn," sagði Karen Knútsdóttir sem skoraði fimm mörk fyrir Fram í 21-21 jafntefli liðsins gegn Val í N1-deild kvenna í kvöld.

„Við hefðum þurft að fylgja betur eftir vörninni og markvörslunni með hraðaupphlaupum en Valur er náttúrulega mjög hratt lið í vörn og sókn þannig að við fengum ekki mörg mörk upp úr hraðaupphlaupum. Að sama skapi var það jákvætt hvað við náðum að loka á þann hluta leiksins hjá þeim líka.

Við eigum annars enn mjög mikið inni og erum ekkert búnar að sýna hvað við getum. Við erum bara smátt og smátt að slípa liðið saman og þessi leikur var skref í rétta átt hvað það varðar," sagði Karen að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×